fbpx

Afhverju prótein?

Prótein er mikilvægt fyrir líkamann. Það er nauðsynlegt til þess að gera við vefi , bætir virkni ónæmiskerfisins,hjálpar vefjum að stækka og tekur þátt í starfsemi fruma. Það er hægt að skipta próteinum niður í flokka ef það má orðað það þannig og hver flokkur hefur sína virkni t.d. er sum prótein eru notuð í uppbyggingu á meðan önnur eru virk í hreyfingum. Hér getur þú séð próteinflokkana
pexels-photo-685533

Af hverju þarftu að borða prótein?

Prótein er mikilvægt fyrir líkamann. Það er nauðsynlegt til þess að gera við vefi , bætir virkni ónæmiskerfisins,hjálpar vefjum að stækka og tekur þátt í starfsemi fruma. Það er hægt að skipta próteinum niður í flokka ef það má orðað það þannig og hver flokkur hefur sína virkni t.d. er sum prótein eru notuð í uppbyggingu á meðan önnur eru virk í hreyfingum. Hér getur þú séð próteinflokkana

  • Samdráttarprótein bera ábirgða á hreyfingum
  • Mótefni berst gegn mótefnisvaka í líkamanum t.d. sýklum
  • Hormónaprótein eru boðbera prótein sem hjálpa að samstilla líkamsstarfsemi
  • Uppbyggingarprótein eru trefjótt og veita stuðning
  • Flutningsprótein flytja sameindir frá einum stað yfir á annan
  • Geymsluprótein geyma amínósýrur
  • Ensím eru prótein sem taka þátt í lífefnafræðilegum viðbrögðum líkamans

Eins og sést hér að ofan þá skipta prótein okkur miklu máli og því þurfum við á gæða próteini að halda til uppbyggingar.

Hiti sem myndast þegar við borðum prótein

Þegar við borðum mikið af próteini brennum við fleiri hitaeiningum eftir máltíð og getur brennsla verð allt að 30% meiri. Við þessar aðstæður verður ákveðin hitaframleiðsla í líkamanum sem brennir þessum hitaeiningum. Þessi hitaframleiðsla er um 5 % til 15% af daglegri orkunotkun okkar en það fer mikið eftir því hvað þú ert að borða. Hitaframleiðsla eða „thermic effect of feeding“ verður út af því að það þarf orku við að melta, frásog, flytja og geyma orkuefnin sem við borðum. Þegar við borðum prótein þá er hlutfallið 25% til 30% , kolvetni 6% til 8% og fita 2% til 3%. En hvað þýða þessar tölur? Til þess að þú áttir þig að betur á þessu þá skulum við segja sem svo að þú borðir máltíð sem er 500 hitaeiningar og hlutfall próteins af þessar máltíð er 30% sem þýðir 150 hitaeiningar. Þegar þú borðar þessa máltíð þá notar líkaminn rúmlega 30% af próteinhitaeiningum til þess að melta próteinið (ásamt öðru) sem þýðir að 105 hitaeiningar sitja eftir. Þetta þýðir að þegar við borðum próteinríka máltíð að þá þarf líkaminn að nota meiri orku og þar af leiðandi eru minnka líkurnar á því að þú bætir á þig aukakílóum

Samband á milli offitu og hitaframleiðslu

Það er tenging á milli offitu og hitaframleiðsu. Í rannsókn sem skoðaði þetta kom fram að fólk sem er offeitt hefur ekki eins góða hitaframleiðslu og fólk í kjörþyngd. Töldu rannsóknarmennirnir að ástæðan fyrir þessu væri útaf viðnámi líkamans við insúlíni. Önnur rannsókn staðfesti þetta og þar kom fram að viðnám fruma við insúlíni hefur letjandi áhrif á semjukerfi líkamans (semjukerfið er hluti af sjálfvirka taugakerfinu) og því minnkar hitaframleiðsla eftir máltíð. Þetta þýðir að ef þú ert farinn að mynda viðnám við insúlín þá minnkar orkueyðsla þegar þú borðar og þá eru meiri líkur á því að sú þessi orka verði geymd sem fita. Þetta býr til ákveðin vítahring, þar sem fituuppsöfnun stuðlar af viðnámi fruma við insúlíni og aukið insúlín minnkar hitaframleiðslu eftir máltíð sem leiðir af sér meiri fituuppsöfnun og þá verður viðnám við insúlíni ennþá meira. Þannig heldur boltinn áfram að rúlla og getur það leitt til áunnar sykursýkis og þá erum við ekki í góðum málum. En þú getur snúið þessu við ef með því að fylgja fyrirmælum í þessari bók.