fbpx

Ertu góð/góður í því að dæma hitaeiningar?

Við erum ekki mjög fær í því að gera grein fyrir á hversu mikið af hitaeiningum matur inniheldur. Hafa rannsóknir sýnt að fólk heldur að matur sem er orkuríkur sé ekki eins saðsamur og orkuminni matur t.d. hnetur væri ekki eins saðsamar og pasta þó svo að hitaeiningafjöldi eða skammtastærð væri alveg eins.
pexels-photo-931324

Við erum ekki mjög fær í því að gera grein fyrir á hversu mikið af hitaeiningum matur inniheldur. Hafa rannsóknir sýnt að fólk heldur að matur sem er orkuríkur sé ekki eins saðsamur og orkuminni matur t.d. hnetur væri ekki eins saðsamar og pasta þó svo að hitaeiningafjöldi eða skammtastærð væri alveg eins. Í þessari rannsókn þá hélt fólk að það þyrfti að borða rúmlega 850 kcal af hnetum til þess að vera jafn saðsamt og pastað, þetta þýðir að fólk hefði borðað 4x fleiri hitaeiningar ef það hefði ákveðið að borða hnetur í staðinn fyrir pasta. Hinsvegar ef við erum kunnug matinum þá gerum við okkur betur grein fyrir því hversu orkumikil hann er. Þess vegna er það mikilvægt fyrir okkur að þekkja matinn sem við borðum og hversu hitaeiningaríkur hver skammtur er. 

Það er mjög auðvelt að gleyma sér og borða of mikið. Rannsóknir hafa sýnt að ef við borðum aðeins 5% of mikið af hitaeiningum á dag þá getur við þyngst um 5 kg á ári. 5% er mjög lítið t.d. er það bara eitt epli. Skoðaðu því vel hversu hitaeiningaríkar skammtarnar sem þú borðar eru og þér mun ganga mun betur í því að ná markmiðum þínum.

Stærri skammtar, fleiri hitaeiningar

Þegar borið er á borð stærri matarskammtur þá aukast líkurnar á því að við borðum meira. Rannsókn sem bara saman 2 skammtastærðir 500 gr. og 1000 gr. skammtur af makkrónum og osti. Þegar stærri skammturinn var borinn fram þá borðuðu viðfangsefni 30% meira heldur en þegar smærri skammturinn var borinn fram. Það er einnig svolítið forvitnilegt að skoða að þegar stærri skammturinn var borinn fram og viðfangsefnin borðuðu meira þá fannst þeim þau ekki vera saddari miðað við þegar þau borðuðu smærri skammtinn.