fbpx

Skammtastærðir

Þegar ég byrjaði að skoða skammtastærðir fyriri nokkrum árum þá hafði ég ekki hugmynd um að þetta hafði breyst svona mikið. Í dag getur þú keypt flest allt sælgæti í tveimur til þremur stærðum. Ég komst fyrir danska rannsókn þar sem sagt var að sælgætisstykki og sælgætispokar hefðu stækkað um rúmlega 20%-100%.
pexels-photo-1430824

Þegar ég byrjaði að skoða skammtastærðir fyriri nokkrum árum þá hafði ég ekki hugmynd um að þetta hafði breyst svona mikið. Í dag getur þú keypt flest allt sælgæti í tveimur til þremur stærðum. Ég komst fyrir danska rannsókn þar sem sagt var að sælgætisstykki og sælgætispokar hefðu stækkað um rúmlega 20%-100%. Eðlileg stærð á sælgætispoka fyrir nokkrum árum var á bilinu 40 til 50 gr er núna 70 til 100 gr. Eftir að hafa lesið þessa rannsókn þá var ég nokkuð forvitinn þannig að ég ákvað að fara út og kíkja í nokkrar sjoppur til þess að athuga hvort að þetta væri rétt. Ég ákvað að skoða tvö af okkar vinsælustu súkkulaðistykkjum (Rís og Draumur) og athuga hvernig skammtastærðinar væru. Ég vissi að það væru þrjár mismunandi stærðir áður en ég lagði af stað en vissi ekki muninn. Ég fann út að minnsta stykki var um 30 gr, næsta stærð var um 50 gr, og stærsta stykkið var 70 gr og svo er hægt að kaupa þetta í kössum og þeir eru 360 gr en ég ætla ekki að taka það með. Þetta þýðir að skammturinn hefur stækkað um 66% og 133%. Það sem var kannski áhugaverðast var að ég fór í fjórar sjoppur og aðeins ein þeirra var með minnstu stykkin til sölu. Minnstu stykkin voru við hliðina á 70 gr stykkjunum og það sem vakti athygli mína var að það voru aðeins þrjú stykki eftir af stóru stykkjunum en fullur kassi af litlu stykkjunum. Ég áætlaði með þessari litlu tilraun minni að þegar við getum valið á milli mismunandi stykkja þá veljum við alltaf stærsta og það sem kemur best út fyrir þar að segja erum að fá meira fyrir peninginni. Því er nauðsynlegt fyrir þig að vera vakandi þannig að þú lendir ekki í því að kaupa stærri pakkningar þegar þú þarft ekki á því að halda.

Eins og hefur komið fram þá drekkum við alltof mikið gos og aðra sykraðadrykki og neysla okkar er ekki að minnka. Í rannsókn sem var framkvæmd frá 1977 til 1996 kom fram að neysla hefur aukist um aukist um 54%. Það sem ber einnig að varast er hvaða stærð þú velur. Það hefur verið sýnt fram á að þegar fólk fær mismunandi stærðir á drykkju (340 gr og 540 gr) þá eykst hitaeininga inntaka um 20% og þegar fólk neytt þessa drykkja með mat þá jókst inntaka ennþá meira þetta getur bara þýtt eitt og það er þyngdaraukning

Matarskammtar hafa einnig stækkað eins og allt annað og þegar við veljum að borða stærri skammta þá borðum við meira og það skiptir ekki máli hvort að einstaklingur sé í kjörþyngd eða ofþungur, við borðum bara meira. Það var sýnt fram á þetta að þegar við fáum skammt sem er 50% stærri þá eykst hitaeininganeysla um 335 kcal hjá konum og 504 kcal hjá körlum. En þetta er ekki neitt ef skammturinn er 100% stærri þá eykst hitaeininganeyslu um 812 kcal og það sem er en verra að hitaeininganeysla næstu tvo daga verður einnig hærri. Hérna er annað dæmi í rannsókn sem skoðaði hvort að fólk borðaði meira þegar það fékk mismunandi stærðir á samlokum kom í ljós að þegar fólk fékk 6 tommu samloku (subway) þá borðaði það 56% minna eða 354 kcal minna heldur en ef það fékk 12 tommu samloku. Það var þó nokkuð af rannsóknum sem ég fann með svona dæmum en það sem mér fannst einnig athyglisvert var að þó svo að fólk hafði borðað stærri skammta þá var það ekkert saddara fyrir vikið. Þú borðar bara meira af því að maturinn er fyrir framan þig. Þannig af þú ert af fara á skyndibitastað láttu þá ekki plata þig í að stækka skammtinn þinn því það er ekki leið sem þú vilt fara ef þú ætlar að ná markmiðum þínum.