ÞAÐ ERU FÁIR SEM VITA hvaðan Metabolic æfingakerfið kemur, en kerfið er byggt á grunni andlegra veikinda. Höfundur kerfisins þróaði kerfið upphaflega á bataleið sinni eftir djúpa lægð. Sem atvinnumaður í sinni íþróttagrein hafði hann elt hvert markmiðið á fætur öðru. Þegar á toppinn var komið leit hann tilbaka og sá að hann hafði gleymt að njóta ferðarinnar. Hvert einasta markmið var endastöð sem skildi eftir sig tómarúm þegar því var náð.
Í Metabolic leggjum við áherslu á fagmennsku og öll æfingakerfi eru byggð á nýjustu rannsóknum, en það skiptir ekki máli hversu fagleg og flott hreyfingin er sem þú stundar, ef þú hefur ekki gaman af því sem þú ert að gera muntu á endanum forðast hana. Þess vegna er eitt af megin markmiðum Metabolic að gera hreyfingu skemmtilega.
Við leggjum áherslu á ferðalagið í átt að markmiðum okkar og að hvert markmið er upphaf af einhverju öðru, en ekki endastöð.
Ertu orðin/n leið/ur á því að finna þig hvergi í hreyfingu? Þú þarft ekki að bíða eftir að líkamsræktarstöðvar opni aftur, við mætum þér þar sem þú ert!