fbpx

Æfingakerfið

Metabolic er æfingakerfi sem er sérsniðið að þeim sem vilja stunda fjölbreytta og skemmtilega líkamsrækt og komast í frábært alhliða form án þess að ganga of nærri sér. 

METABOLIC er vandað íslenskt æfingakerfi, hannað af Helga Jónasi Guðfinnssyni. 

Æfingakerfið er kennt í formi hópþrektíma og hefur unnið sér mikilla vinsælda á stuttum tíma, bæði hérlendis og erlendis. 
Kerfið er árangursríkt, fjölbreytt og skemmtilegt, fyrir alla þá sem vilja komast í frábært form, í góðum félagsskap og hentar sérstaklega þeim sem hafa lítinn tíma til að æfa en vilja ná árangri. 

Það er engin tilviljun í æfingavali eða uppröðun, allar æfingarnar eru byggðar á vísindalegum grunni og skipulagðar frá upphafi til enda með ákveðið markmið í huga.  Unnið er með markvissa álagsstýringu til að hámarka árangur og rík áhersla  er lögð á góða tækni í æfingum til að lágmarka hættu á meiðslum.

Metabolic er aðallega flokkað í þrjú erfiðleikastig, MB1, MB2 og MB3, auk þolþjálfunarkerfa sem kallast MB4. 
Kerfið er í stanslausri þróun og hefur að geyma viðbætur eins og Metabolic Strengt Training, þar sem áhersla er lögð á styrkaukningu, ásamt Metabolic Sport traning þar sem áhersla er lögð á að bæta ´power output´og ´rate og force development´. 
Allir iðkendur Metaoblic hafa aðgang að þessum kerfum. 

Uppröðun Tímans

Við byrjum alltaf Metablic á góðri upphitun. Fyrst liðkum við okkur með stöðugum teygjum, færum okkur svo í leiðréttingaræfingar með áherslu á að styrkja og liðka axlir og bak þar sem gjarnan myndast stífleiki og verkjavandamál. Því næst förum við í dýnamíska upphitun sem sýnt hefur verið fram á að lágmarki meiðslahættu og hámarki afköst.

Að upphitun lokinni tekur við stöðvaþjálfun í allri mögulegri fjölbreytni sem hún býður uppá. Almennt æfum við með 4-6 æfingar í 20 mínútur, ýmist með áherslu á styrk, kraft eða úthald.

Í lok tímans er það sem við köllum finisher. Þá gefum við okkur nokkrar mínútur í að keyra púlsinn vel upp eða einblínum á djúpvöðvakerfið (core).
Í blálokin teygjum við og spjöllum.  

Gildin okkar

Við höfum mikla ástríðu fyrir að aðstoða
fólk að ná markmiðum sínum.

Við leggjum mikinn metnað í að fólkið okkar fái góða upplifun af Metabolic og setjum það alltaf í fyrsta sætið.

What We’re Looking For

01. Við þjálfararnir eigum bara góða daga og frábæra daga – gefum okkur 100% að fólkinu okkar á æfingum.

02. Við hvetjum fólk í hvaða formi sem er og á öllum aldri til þess að koma og verða besta útgáfan af sjálfum sér.

03. Við veitum okkar fólki góðan stuðning og ráðgjöf til að ná heilsufarslegum markmiðum sínum.

04. Við erum sífellt að bæta æfingakerfi okkar til að tryggja okkar fólki bestu mögulegu þjálfun á hverjum degi.

05. Við leggjum mikið upp úr fjölbreytni í æfingum til að viðhalda áhugahvöt iðkenda í hámarki og bæta þeirra almenna hreysti s.s. vöðvauppbyggingu, fitubrennslu og úthald.

06. Við leggjum ríka áherslu á að allar æfingar séu öruggar og að fundið sé rétt erfiðleikastig fyrir hvern og einn.

07. Þjálfarar eru vel menntaðir og leggja áherslu á að fræða fólkið okkar um hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl.

08. Í Metabolic er þéttur hópur iðkenda og þjálfara sem styður vel hvort við annað.